Kúkapoka taska í útliti eins og lítil íþróttataska með rennilás að framan og gati að aftan til að draga pokann út.
Einnig er klemma á töskunni til að festa á tauminn, jakkan þinn, á beislið hjá hundinum eða í buxunar þínar.
Ein rúlla kemst í töskuna. Hægt er að festa notaða kúkapokan á töskuna áður en hann kemst í ruslið.
Taskan kemur í fimm litum: svörtum og fjólubláum, appelsínugulum, hermannagrænum og sægrænum.
Góð skjóða fyrir pokarúlluna. Auðvelt að festa hana á tauminn og pláss fyrir smá verðlaun fyrir duglega hunda.